VÖRUMERKI

Bio‑Oil®


VÖRUHEITI OG STÆRÐIR

Body Lotion 175ml
Body Lotion 250ml


ÁBENDING

Eykur verulega raka húðarinnar.


ÚTLIT

Hvítur vökvi.


SAMSETNING

Krem með 42% einangrandi innihaldsefnum og 14% rakagefandi efnum.


INNIHALDSEFNI

Aqua, Dimethicone, Isopropyl Palmitate, Ethylhexyl Cocoate, Isododecane, Isopropyl Myristate, Urea, Polyglyceryl-2 Dipolyhydroxystearate, Glycerin, Pentylene Glycol, Dicaprylyl Carbonate, Polyglyceryl-3 Diisostearate, Sodium Lactate, Dipentaerythrityl Hexacaprylate / Hexacaprate, Gluconolactone, Rosa Canina Fruit Oil, Simmondsia Chinensis Seed Oil, Calendula Officinalis Extract, Butyrospermum Parkii Oil, Helianthus Annuus Seed Oil, Glycine Soja Oil, Isostearyl Isostearate, Bisabolol, Octyldodecyl PCA, Retinyl Palmitate, Tocopheryl Acetate, Linoleic Acid, Linolenic Acid, Tocopherol, Sodium PCA, Sodium Hyaluronate, Lactic Acid, Stearalkonium Hectorite, Propylene Carbonate.


ÖRYGGISMAT

Viðurkenndur eituefnafræðingur hefur framkvæmt öryggismat á Bio‑Oil® Body Lotion og hefur varan verið flokkuð sem örugg fyrir fyrirhugaða notkun hennar fyrir fullorðna, þar með talið barnshafandi konur og konur með barn/börn á brjósti, og börn eldri en þriggja ára.


KLÍNÍSKAR RANNSÓKNIR Á ÞURRI HÚÐ

Rannsóknarsetur Complife Italia Srl, Ítalía. Markmið Klínískt mat til að prófa verkun Bio‑Oil® Body Lotion við að bæta húðrakastig. Dæmi Þátttakendur: 30 heilbrigðir kvenkyns þátttakendur með húð af gerðinni Fitzpatrick II-V með með klínísk einkenni þurrar eða mjög þurrar húðar á utanverðum neðri fótleggjum. Prófunarsvæði: prófunarvara var borin á utanverðan, neðri fótlegg hjá öllum þátttakendum. Aldur þátttakenda: 25–65. Aðferðafræði Slembiröðuð klínísk meginrannsókn með samanburði, blinduðum matsaðila og skiptum líkama. Þátttakendur þvoðu fótleggi með sápu til að framkalla þurra húð yfir 7 daga tímabil. Klínískt mat og mat með mælitækjum fór fram á upphafsgildi. Bio‑Oil® Body Lotion var borið á húð tvisvar á dag í 28 daga á úthlutað svæði á hlið neðri fótleggs, gagnstæður fótleggur var ekki meðhöndlaður. Klínískt mat og mat með mælitækjum var framkvæmt á degi 1, 3, 6, 8, 10, 14, 21 og 28. Ómeðhöndlaða samanburðarsvæðið var einnig metið á öllum tímapunktum. Klínískt mat var framkvæmt á þátttakendum með tilliti til þurrks (á kvarðanum 0–5) og sjónrænn matsaðili sá um matið. Megindleg mæling á rakastigi húðarinnar var framkvæmd með rakamæli („Corneometer“). Framkvæmd var megindleg mæling á vökvatapi í gegnum húðþekju (e. Transepidermal Water Loss, TEWL) með Tewameter-mæli og það var notað sem viðmið um tálmavirkni vörunnar. Að auki var sjálfsmatsspurningalisti fylltur út á degi 8 og 14. Niðurstaða Í samanburði við svæðið sem ekki var meðhöndlað, var ljóst að meðferð með Bio‑Oil® Body Lotion leiddi til tölfræðilega marktæks bata samkvæmt klínískri flokkun á húðþurrki og mælingum með Tewameter og rakamæli, strax frá fyrsta degi og á öllum tímapunktum. Fyrir klíníska flokkun á húðþurrki mátti greina tölfræðilega marktækan bata hjá 96,7% þátttakenda frá og með 14. degi, sem markar næstum tvisvar sinnum meiri bata en greina mátti á 1. degi. Eftir 28 daga notkun sýndu 100% þátttakenda marktæka aukningu á raka húðarinnar, og var um að ræða næstum fjórfalt meiri bata í samanburði við 1. dag. Að sama skapi, eftir 28 daga notkun, mátti greina marktæka lækkun á TEWL gildum hjá 100% af þátttakendum og var um að ræða yfir tvöfalt meiri bata í samanburði við 1. dag. Þessi árangur er studdur af niðurstöðum sjálfsmatsspurningalistans.


NOTANDARANNSÓKN Á ÞURRI HÚÐ

Rannsóknarsetur Ayton Global Research, Bretlandi. Markmið Til að meta árangur Bio‑Oil® Body Lotion sem rakakrem fyrir líkamann. Dæmi Þátttakendur: 119 kvenkyns þátttakendur við góða heilsu. Aldur þátttakenda: 25–65. Aðferðafræði Tveggja vikna heimarannsókn notanda á einni vöru. Þátttakendur fengu leiðbeiningar um að bera vöruna á sig tvisvar á dag, kvölds og morgna. Efninu er nuddað í húðina þar til það hefur dregist inn að fullu. Þrír stuttir spurningalistar voru fylltir út: sá fyrsti eftir fyrstu ásetningu vörunnar, annar eftir 12 klukkustundir og sá þriðji eftir að búið var að nota vöruna í tvær vikur. Niðurstaða Ásetning: 95% þátttakenda voru sammála um að „varan væri léttari en nokkurt rakakrem sem þau höfðu notað áður“. 93% þátttakenda voru sammála um að „varan dreifist betur en nokkurt rakakrem sem þau höfðu notað áður“. Gleyping: 82% þátttakenda voru sammála um að „húðin dragi í sig vöruna betur en nokkuð rakakrem sem þau höfðu notað áður“. 75% þátttakenda voru sammála um að „húðin dragi í sig vöruna hraðar en nokkuð rakakrem sem þau höfðu notað áður“. 74% þátttakenda voru sammála um að „varan skilji ekki eftir sig fitukenndar leifar eftir notkun“. 86% þátttakenda voru sammála um að „hægt hafi verið að klæða sig strax eftir að hafa notað vöruna“. Rakastig: 93% þátttakenda voru sammála um að „varan veiti vörunni strax raka“. 92% þátttakenda voru sammála um að „eftir að hafa borið vöruna á húðina þá finnist þeim húðin slétt og silkimjúk“. 90% þátttakenda voru sammála um að „þau hefðu fundið fyrir auknum raka í húðinni allan daginn“ og 91% voru sammála því að „húðin þeirra hefði haldist slétt og silkimjúk allan daginn“. 92% þátttakenda voru sammála um að „húðin liti betur út en hún gerði við upphaf 2 vikna tímabilsins“. Á heildina litið: 73% þátttakenda voru sammála um að „varan væri betri en nokkurt rakakrem sem þau hafi notað áður“.


PRÓF Á VIÐKVÆMRI HÚÐ

Rannsóknarsetur Complife Italia Srl, Ítalía. Markmið Að meta hvort Bio‑Oil® Body Lotion geti valdið ertingu í húð. Dæmi Þátttakendur: 25 þátttakendur; 3 karlar og 22 konur, öll með viðkvæma húð samkvæmt mjólkursýrubrunaprófi. Aldur þátttakenda: 18–70. Aðferðafræði Samanburðarrannsókn. Tvö svæði voru metin: svæði þar sem neikvætt samanburðarefni (steinefnasneytt vatn) var borið á og svæði þar sem Bio‑Oil® Body Lotion var borið á. Prófunarvörur voru bornar á baksvæði þátttakenda, þar sem þær voru í snertingu við við yfirborð húðar í 48 klukkustundir með Finn Chamber® búnaði. Húðviðbrögð voru metin undir eftirliti húðsjúkdómalæknis til að meta frumkomna húðertingu við 15 mínútur, 1 klukkustund og 24 klukkustundir eftir að plásturinn var fjarlægður. Húðviðbrögð voru metin á kvarðanum 0–4 (þar sem 0 enginn roði, bjúgur eða annars konar húðerting var til staðar og 4 var alvarlegur roði og bjúgur, sem lýsir sér sem dökkrauður litur og langvarandi þroti út fyrir ásetningarsvæðið). Niðurstaða Húðþolsflokkur Bio‑Oil® Body Lotion var „ekki ertandi“.


PRÓF TIL AÐ META SVITAHOLUFSTÍFLANDI EIGINLEIKA

Rannsóknarsetur Complife Italia Srl, Ítalía. Markmið Til að meta hvort Bio‑Oil® Body Lotion geti haft stíflandi áhrif á svitaholur. Dæmi Þátttakendur: 20 þátttakendur; 14 konur og 6 karlar af ólíkum þjóðaruppruna, með húð sem er viðkvæm fyrir þrymlabólum (örtum). Aldur þátttakenda: 18–65. Aðferðafræði Samanburðarrannsókn. Varan var borin á síupappírsskífu á efri hluta baks hjá þátttakendum. Plástrar voru látnir sitja í 48 til 72 klukkustundir, fjarlægðir og settir aftur á. Alls voru 12 plástrar settir á 4 vikur í röð. Þrjú svæði voru metin með því að bera saman neikvætt samanburðarefni (steinefnasneytt vatn), prófunarvöruna (Bio‑Oil® Body Lotion) og jákvæða samanburðarefnið (lanólínalkóhól, sem vitað er að hafi svitaholustíflandi virkni). Húðviðbrögð voru klínískt metin undir eftirliti húðsjúkdómalæknis 15 mínútum eftir að hver plástur var fjarlægður til að bera saman fjölda stíflaðra svitahola fyrir og eftir hverja ásetningu vörunnar. Niðurstaða Bio‑Oil® Body Lotion leiddi ekki til stíflaðra svitahola. Svæðið sem Bio‑Oil® Body Lotion var borið á sýndi engan marktækan mun í samanburði við svæðið með neikvæða samanburðarefninu. Jákvæða samanburðarefnið olli þrymlabólum.


SEIGJURANNSÓKN

Rannsóknarsetur Union Swiss, Suður-Afríka. Markmið Innanhússrannsókn til að meta hreyfðarseigju Bio‑Oil® Body Lotion í samanburði við svipaðar rakagefandi vörur. Dæmi Samanburður á Bio‑Oil® Body Lotion við 13 rakagefandi vörur sem framleiddar eru af 10 alþjóðlegum vörumerkjum sem eiga sér langa sögu í framleiðslu rakagefandi vara. Aðferðafræði Hreyfðarseigja var greind með Anton Paar RheoLab QC vökvarennslismæli, með snældu CC 39, hraði: 200 snúningar á mínútu við 20°C, skerhraði: 155. Niðurstaða Bio‑Oil® Body Lotion reyndist búa yfir 7,5 sinnum minni hreyfðarseigju en meðaltal vara frá samkeppnisaðilum (94 mPa.s samanborið við 707 mPa.s, í sömu röð), sem gefur til kynna þynnri, léttari vökva sem dregst betur og hraðar inn í húðina.


ÁSETNING

Hvernig á að setja vöruna á Bio‑Oil® Body Lotion er nuddað í hringlaga hreyfingum á líkamann þar til það hefur dregist að fullu inn í húðina. Mælt er með því að Bio‑Oil® Body Lotion sé borið á tvisvar á dag, kvölds og morgna. Ekki ætti að bera Bio‑Oil® Body Lotion á opin sár eða rofna húð. Þetta er snyrtivara sem er eingöngu ætluð til notkunar útvortis. Hristist fyrir notkun Bio‑Oil® Body Lotion er fleyti þar sem vatnið og olían eru bundin mjög létt saman. Bindingin er svo létt að þegar þær eru látnar standa rísa sumar olíurnar upp á yfirborð efnisins og mynda þunnt lag. Með því að hrista vöruna gætilega fyrir notkun er hægt að blanda olíulaginu aftur í húðkremið. Lagmyndun getur tekið allt frá þremur dögum til þriggja vikna og er háð þáttum eins og hitastigi og hversu kröftuglega og hversu oft flaskan er hrist. Það eitt að nota vöruna daglega, snúa flöskunni á hvolf þegar efninu er skammtað út, er meira en nóg til að tryggja að þetta olíulag myndist ekki. Ef olíulag hefur myndast og vörunni er skammtað út án þess að hrista hana getur verið að tær olíublanda komi úr flöskunni. Í þessu fellst engin hætta fyrir neytendur. Hversu lengi á að nota Klínísk rannsókn á Bio‑Oil® Body Lotion hefur farið fram yfir fjögurra vikna tímabil, sem þýðir að hægt hefur verið að meta hvernig varan virkar yfir tiltekið tímabil. Tölfræðileg greining sýnir fram á verulegan bata á ásýnd húðarinnar eftir eingöngu sólarhring, í sumum tilvikum, og að þessi bati haldist meðan á rannsókninni stendur. Hins vegar má nota Bio‑Oil® Body Lotion með áframhaldandi hætti vegna rakagefandi og húðnærandi eiginleika vörunnar, sem þýðir að þessi húðmjólk getur orðið hluti af daglegri húðumhirðu. Notkun sem hluti af daglegri húðumhirðu Til að varan dragist eins vel inn í húðina og hægt er, ætti að bera Bio‑Oil® Body Lotion á hreina húð eftir sturtu eða bað. Ef þú notar sólarvörn eða annars konar krem ​​skaltu aðeins gera það þegar Bio‑Oil® Body Lotion hefur dregist að fullu inn í húðina. Notkun á meðgöngu Óhætt er að nota Bio‑Oil® Body Lotion á meðgöngu. A-vítamín og meðganga Vanalega er konum ráðlagt að takmarka notkun A-vítamíns á meðgöngu og því kann að vera að sumir hafi áhyggjur yfir því að nota húðvörur sem innihalda A-vítamín. Efni sem borið er á húðina getur eingöngu talist skaðleg ef magn er yfir eiturefnafræðilegum viðmiðunarmörkum þess efnis. Þar sem að húðin er umtalsverða hindrun gagnvart gegnflæði þá er aðeins brot af af því A-vítamíni sem borið er útvortis á húðina sem ratar inn í líkamann. Vísindaráð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um heilsu- og neytendavernd (European Commission’s Scientific Committee on Consumer Safety, SCCS) hefur lagt mat á A-vítamín og estera þess, þegar það er notað sem innihaldsefni í snyrtivörum. Álit SCCS er að notkun A-vítamíns í húðmjólk, allt að hámarksþéttni 0,05% af retínólígildi, sé örugg. A-vítamínið sem er til staðar í Bio‑Oil® Body Lotion samsetningunni er langt undir þessari leyfilegu hámarksþéttni fyrir húðmjólk og öruggt er að nota það alla meðgönguna. Notkun meðan á brjóstagjöf stendur Öruggt er að nota Bio‑Oil® Body Lotion á líkamann meðan á brjóstagjöf stendur, en mælt er með því að forðast að bera það á geirvörturnar. Þó ekki séu líkur á skaðlegum áhrifum þá eru ungabörn afar viðkvæm og þess skal gætt að þau innbyrði ekki Bio‑Oil® Body Lotion, jafnvel í mjög litlu magni. Notkun hjá börnum og ungabörnum Öryggi þess að nota Bio‑Oil® Body Lotion á börn yngri en þriggja ára hefur ekki verið metið. Á fyrstu árum eftir fæðingu eiga sér stað ýmsar breytingar á mannslíkamanum, þar með talið uppbygging ónæmiskerfisins. Því er eingöngu mælt með því að efnið sé notað á börn þriggja ára og eldri. Notkun í sólinni Prófanir sem gerðar voru á Bio‑Oil® Body Lotion sýna að varan örvar hvorki né eykur sólbruna. Vöruna er því óhætt að nota í sólinni, en hún veitir enga vörn gegn skaðlegum áhrifum útfjólublárra geisla sólarinnar (UVA og UVB) og því er mikilvægt að nota með vörunni breiðvirka sólarvörn með sólarvarnarstuðli (SPF) að minnsta kosti 30. Notkun á eða nálægt slímhúð Bio‑Oil® Body Lotion hefur verið flokkað sem öruggt til allra nota, hins vegar hefur öryggi þess ekki verið prófað hvað varðar snertingu við slímhúð, þar sem þetta er ekki fyrirsjáanleg notkun vörunnar. Notkun í tengslum við geislameðferð eða krabbameinslyfjameðferð Þrátt fyrir að Bio‑Oil® Body Lotion innihaldi engin efni sem geta dregið í sig geislun, er ráðlegt fyrir fólk sem er í geislameðferð eða krabbameinslyfjameðferð að leita ráða hjá lækni áður en lyfið er notað. Notkun samhliða lyfjum Bio‑Oil® Body Lotion er snyrtivara. Til að fá ráðleggingar varðandi notkun vörunnar samhliða notkun lyfja er best að leita ráða hjá lækni. Notkun á viðkvæma húð Bio‑Oil® Body Lotion má nota á viðkvæma húð. Í rannsókn á ertingu í húð sem gerð var hjá 25 þátttakendum á aldrinum 18–70 ára með viðkvæma húð, fengu engir þátttakenda aukaverkanir við notkun efna samsetningarinnar. Notkun á feita húð Bio‑Oil® Body Lotion má nota á feita húð. Í rannsókn sem gerð var hjá 20 þátttakendum á aldrinum 18–65 ára með húð sem er viðkvæm fyrir þrymlabólum (örtum), kom í ljós að Bio‑Oil® Body Lotion var ekki svitaholustíflandi. Notkun á húð sem er viðkvæm fyrir þrymlabólum Bio‑Oil® Body Lotion má nota á húð sem er viðkvæm fyrir þrymlabólum. Í rannsókn sem gerð var hjá 20 þátttakendum á aldrinum 18–65 ára með húð sem er viðkvæm fyrir þrymlabólum, kom fram að Bio‑Oil® Body Lotion var ekki svitaholustíflandi. Ráðlegt er að fólk sem þjáist af þrymlabólum leiti ráða hjá lækni áður en það notar Bio‑Oil® Body Lotion.


EINKENNI OG ORSAKIR HÚÐÞURRKS

Einkenni Einkenni þurrar húðar eru meðal annars dauf og flagnandi húð, fínar línur, grá eða öskulit húð og húð sem virkar gróf og strekt við snertingu. Oraskir Þurra húð má rekja til bæði ytri og innri þátta. Ytri þættir: Þurrt loftslag dregur raka úr húðinni, í gegnum fitutvílagið og út í þurrt útiloftið. Loftræstitæki og hitarar draga raka úr loftinu og skapa tilbúið þurrt loftslag sem dregur raka úr húðinni. Daglegur þvottur og útsetning fyrir sterkum þvottaefnum veldur því að fitutvílag húðarinnar er fjarlægt, sem þýðir að raki á auðveldara með að sleppa úr húðinni. Innri þættir: Þegar líkaminn eldist framleiðir húðin færri lípíð (fita) sem veldur því að fitutvílagið þynnist og raki á auðveldara með að sleppa úr húðinni. Erfðir geta átt þátt í því að fólk þróar með sér þurra húð vegna þess að það er með lægri gildi keramíðs í fitutvílaginu frá náttúrunnar hendi. Þetta dregur úr einangrandi áhrifum húðtálmans, sem stuðlar að rakatapi sem er hærra en eðlilegt getur talist. Tálmunarvirkni húðarinnar er meðal annars háð pH-gildi (sýrustigi) húðarinnar. Hærra pH-gildi húðarinnar raskar eðlilegri virkni fitutvílagsins.


FRAMLEIÐSLA

Framleiðsla á Bio‑Oil® Body Lotion samræmist kröfum um góða framleiðsluhætti (GMP) ISO 22716:2007 fyrir snyrtivörur. Öllu hráefni sem notað er við framleiðslu á Bio‑Oil® Body Lotion fylgir greiningarvottorð (Certificate of Analysis, COA) og öllum umbúðum fylgir samræmisvottorð (Certificate of Conformance, COC). Ekkert hráefni eða umbúðaefni fer í framleiðslu fyrr en þau hafa staðist gæðaeftirlitspróf. Sérhverri Bio‑Oil® Body Lotion framleiðslulotu er úthlutað einkvæmu lotunúmeri. Sýni úr lotunni er prófað í rannsóknarstofu með tilliti til ásýndar, skýrleika, lyktar, auðkenningar með litrófsmælingu, þéttleika, seigju og örverufræðilegra þátta. Sýnið er varðveitt í fjögur ár. Fylling og pökkun á Bio‑Oil® Body Lotion fer fram í hita- og rakastýrðu umhverfi. Loftið fer í gegnum svifefnasíukerfi til að koma í veg fyrir rykmengun. Starfsmenn sem vinna við framleiðslulínur klæðast höfuðbúnaði, andlitsgrímum, andlitshlífum, hönskum, yfirhöfnum og skóhlífum. Sýni eru tekin úr framleiðslulínunni með reglulegu millibili og eru þau eru send til skoðunar hjá gæðaeftirliti til að fyrirbyggja óreglulega galla. Lotunúmer er prentað á flöskuna, öskjuna og sendingarumbúðir og varðveislusýni sem tekið er úr hverri framleiðslulotu er varðveitt í fjögur ár. Engin skaðleg útblástur, hættulegur úrgangur eða frárennsli myndast við framleiðslu á Bio‑Oil® Body Lotion.


GEYMSLUSKILYRÐI

Bio‑Oil® Body Lotion skal geyma á köldum stað, fjarri beinu sólarljósi.


ENDURVINNSLA

Allar Bio‑Oil® Body Lotion umbúðir (flaska, lok og askja) eru endurvinnanlegar.


TÍMI FRÁ OPNUN (Period After Opening, PAO)

Bio‑Oil® Body Lotion er með 12 mánaða PAO. Þetta er sá tími frá opnun þar sem varan getur talist örugg og hægt er að nota hana án þess að valda neytanda skaða.


VOTTANIR

Bio‑Oil® Body Lotion er vottað Halaal og Kosher.


AUKAVERKANIR

Þó að Bio‑Oil® Body Lotion búi yfir öruggum eiturefnafræðilegu sniði og uppfylli alþjóðlegar reglur að þessu leyti þá er, eins og á við um allar snyrtivörur, alltaf einhver hætta á að notendur Bio‑Oil® Body Lotion finni fyrir aukaverkunum við notkun vörunnar. Ef aukaverkun kemur fram skal hætta notkun vörunnar tafarlaust. Einkenni aukaverkana í húð geta verið útbrot, þroti og bólga, sem myndi vanalega koma fram á svæðinu þar sem varan var borin á. Þessum aukaverkunum í húð getur fylgt kláði og lítilsháttar óþægindi. Í flestum tilvikum hverfa aukaverkanirnar innan tveggja til þriggja daga eftir að notkun vörunnar er hætt. Þar til hún er komin aftur í upprunalegt ástand getur húðin virst þurr og flagnað á meðan aukaverkanirnar eru að ganga til baka. Ef þú hefur áhyggjur af hugsanlegri ofnæmissvörun við notkun Bio‑Oil® Body Lotion, er skynsamlegt að framkvæma einfalt ofnæmispróf til að athuga það. Þetta er gert með því að bera lítið magn af Bio‑Oil® Body Lotion á innanverðan framhandlegginn og bíða í sólarhring til að sjá hvort einhver viðbrögð koma fram. Áberandi roði í húð (húðroði) eða lítilsháttar þroti í húð (bjúgur) getur bent til hugsanlegra ofnæmisviðbragða.


EKKI PRÓFAÐ Á DÝRUM

Bio‑Oil® Body Lotion og hráefni þess eru framleidd í samræmi við reglugerðir ESB um dýraprófanir fyrir snyrtivörur. Hvorki Bio‑Oil® Body Lotion, né nokkurt innihaldsefni þess, eru prófuð á dýrum, hvorki af Bio‑Oil né neinum hráefnabirgjum fyrirtækisins.


VEGAN

Bio‑Oil® Body Lotion inniheldur engin hráefni úr dýrum.


INNTAKA FYRIR SLYSNI

Ef Bio‑Oil® Body Lotion er tekin inn fyrir slysni er ólíklegt að vart verði við aukaverkanir umfram ógleði og niðurgang, vegna þess að Bio‑Oil® Body Lotion er ekki eitrað. Hins vegar er mælt með því að leita læknis, sérstaklega ef ungabarn eða barn innbyrðir vöruna fyrir slysni.


BREYTT ÚTLIT

Bio‑Oil® Body Lotion inniheldur calendula kjarna og ilmkjarnaolíur, ásamt A-vítamín palmítati, sem öll eru ljósnæm. Útsetning fyrir sólarljósi getur valdið litabreytingu með tímanum. Bio‑Oil® Body Lotion á að geyma fjarri beinu sólarljósi.


DAGSETNING SÍÐUSTU UPPFÆRSLU

22. ágúst 2023