Bio‑Oil® / Bi-Oil® / Bioil®

Bio‑Oil rannsakar og þróar sérhæfðar húðvörur sem notast við olíu til að tryggja framúrskarandi áhrif. Vörumerkið er þekkt undir nafninu Bio‑Oil® í öllum löndum nema Austurríki, Frakklandi, Slóvakíu, Sviss, Tékklandi og Þýskalandi þar sem heitið Bi-Oil® er notað og í Japan þar sem heitið Bioil® er notað.

Um fyrirtækið

Árið 1987 var Bio‑Oil frumkvöðull í því að nota olíu til þess að gera ör og húðslit minna áberandi. Á þessum tíma samanstóð vöruúrvalið á þessu sviði nánast eingöngu af kremum og smyrslum og höfðu kaupendur því efasemdir um vöruna í fyrstu. Í dag er varan okkar hins vegar leiðandi í meðhöndlun á örum og húðsliti á heimsvísu. Árið 2010 kom Bio‑Oil á laggirnar sérhæfðri rannsóknastofu til að kanna hvernig nota mætti olíu til meðhöndlunar á öðrum húðvandamálum. Árið 2018 settum við svo á markað blöndu á olíugrunni til að meðhöndla þurra húð. Á þriðja ársfjórðungi 2020 verður kynnt til sögunnar náttúruleg útgáfa af upprunalegu Bio‑Oil vörunni til að meðhöndla ör og húðslit. Stór hluti þess þróunarstarfs sem unnið hefur verið á rannsóknastofunni síðasta áratuginn mun skila sér á markað árið 2021. Bio‑Oil einbeitir sér alfarið að rannsóknum og þróun en felur leiðandi húðvörufyrirtækjum á heimsvísu að annast sölu og dreifingu á vörunum. Nálgast má upplýsingar um vörur frá Bio‑Oil hjá lyfsölum á hverjum stað. Fjallað er um rannsóknaáherslur Bio‑Oil hér fyrir neðan.

Ör og húðslit

Olía býr yfir einstakri getu til að bæta eiginleika húðarinnar. Við vitum enn ekki allt um hvernig þetta ferli gengur fyrir sig því vitneskjan um kosti olíu hefur hingað til aðeins gengið mann fram af manni. Bio‑Oil® Skincare Oil var ein fyrsta varan til þess að láta olíu gangast undir klínískar prófanir og sýna þannig fram á að hún gæti látið ör og húðslit líta betur út. Árangurinn af þessum prófunum varð til þess að læknar og lyfsalar um allan heim fóru að mæla með vörunni. Í dag er Bio‑Oil® Skincare Oil leiðandi í meðhöndlun á örum og húðsliti á heimsvísu og hefur hlotið yfir 400 viðurkenningar á sviði húðverndar.

Ör og húðslit (náttúruleg formúla)

Bio‑Oil hefur þróað 100% náttúrulega útgáfu af upprunalegri vöru sinni til að meðhöndla ör og húðslit. Nýja varan skilaði jafngóðum árangri í klínískum prófunum og er það í fyrsta sinn sem sýnt hefur verið fram á að náttúruleg útgáfa vöru skili sama árangri og vara sem er þegar leiðandi í sínum flokki. Bio‑Oil® Skincare Oil (Natural) kemur á markað á þriðja ársfjórðungi 2020.

Þurr húð

Þegar olíu og vatni er hellt saman í glas stígur olían upp að yfirborðinu og kemur í veg fyrir að vatnið gufi upp. Húðin bindur raka á sama hátt, með því að mynda ósýnilegan olíuhjúp á yfirborði sínu. Besta leiðin til þess að hjálpa húðinni að binda raka er að efla þennan olíuhjúp. Af þessum sökum innihalda hefðbundnar vörur gegn húðþurrki (krem, smyrsl og áburður) að meðaltali um 20% af olíu, vaxi eða feiti. Í Bio‑Oil® Dry Skin Gel er þetta hlutfall hins vegar 84%. Á þeim 18 mánuðum sem liðnir eru frá því Bio‑Oil® Dry Skin Gel kom á markað hefur það verið valið húðvara ársins í Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og Spáni.

Dagleg rakagjöf

Rakagjafi sem er notaður daglega ætti helst að ganga hratt inn í húðina og skilja ekki eftir sig neinar leifar af feiti þannig að hægt sé að klæða sig strax. Tæknilega séð er mjög erfitt að ná þessum áhrifum fram þar sem rakagjöf krefst þess að myndaður sé olíuhjúpur á húðinni sem hjálpar henni að halda inni raka. Bio‑Oil hefur þróað rakakrem sem inniheldur mikla olíu en skilur ekki eftir sig leifar af feiti, heldur eingöngu ósýnilegan og silkimjúkan hjúp á húðinni. Bio‑Oil® Daily Moisturiser er nú á síðustu stigum vöruprófana og kemur væntanlega á markað á fyrsta ársfjórðungi 2021.

Líkamsilmur

Ilmurinn fullkomnar umhirðu líkamans. Hann gegnir vissulega ekki hagnýtu hlutverki en hefur engu að síður mikil áhrif. Bio‑Oil hefur unnið olíu úr blómum rósa, beiskjuappelsínutrjáa og jasmínu og býður nú upp á þær í formi ilmúða til þess að fullkomna umhirðu líkamans. Hingað til hafa rannsóknir Bio‑Oil alfarið snúist um hvernig nota má olíu til að leysa húðvandamál en nú kannar Bio‑Oil í fyrsta sinn hvernig nýta má mátt olíunnar við almenna umhirðu líkamans. Líkamsilmirnir eru nú í vöruprófunum og gert er ráð fyrir að þeir komi á markað á öðrum ársfjórðungi 2021.

Vítamínbætt sólarvörn

Bio‑Oil hefur þróað vítamínbætta sólarvörn sem eflir náttúrulegar varnir húðarinnar gegn geislum sólarinnar. Bio‑Oil® Multivitamin SPF50 er nú á fyrstu stigum prófana og kemur væntanlega á markað á þriðja ársfjórðungi 2021.

Mild húðhreinsun

Sápur og hreinsivörur með sterkum efnum eyða náttúrulegum olíuhjúpi húðarinnar og gera þannig að verkum að hún er stöðugt undir miklu álagi við að lagfæra sig. Fæstir gera sér grein fyrir því hvað þetta hefur mikil áhrif á ástand húðarinnar. Mild hreinsun er því fyrsta skrefið til þess að bæta ástand húðar sem hefur misst náttúrulegan viðnámskraft sinn. Bio‑Oil er nú með einstaklega milda húðhreinsivöru á fyrstu stigum prófana. Ekki liggur enn fyrir hvað varan á að heita.

Þessi vefsíða notar vafrakökur með þeim hætti sem lýst er í persónuverndarstefnu okkar. Ef þú samþykkir notkun á vafrakökum skaltu smella á „Samþykkja“.
Samþykkja
Persónuverndarstefna

Til þess að geta birt vefsíðuna rétt í tækinu þínu notum við upplýsingar um vafrann þinn. Aðeins ef þú samþykkir notkun okkar á vafrakökum munum við koma fyrir litlum gagnaskrám í tækinu þínu sem gera okkur kleift að muna eftir því hvar þú ert, hvað þú gerir og hvaða stillingar þú velur svo við getum bætt upplifun þína af vefsíðunni. Við munum eingöngu miðla upplýsingum um þig til þriðju aðila í ofangreindum tilgangi, nema að kveðið sé á um annað í lögum.