Persónuverndarstefna
Til þess að geta birt vefsíðuna rétt í tækinu þínu notum við upplýsingar um vafrann þinn. Aðeins ef þú samþykkir notkun okkar á vafrakökum munum við koma fyrir litlum gagnaskrám í tækinu þínu sem gera okkur kleift að muna eftir því hvar þú ert, hvað þú gerir og hvaða stillingar þú velur svo við getum bætt upplifun þína af vefsíðunni. Við munum eingöngu miðla upplýsingum um þig til þriðju aðila í ofangreindum tilgangi, nema að kveðið sé á um annað í lögum.
Bio‑Oil® / Bi-Oil® / Bioil®
Bio‑Oil rannsakar og þróar sérhæfðar húðvörur sem notast við olíu til að tryggja framúrskarandi áhrif. Vörumerkið er þekkt undir nafninu Bio‑Oil® í öllum löndum nema Austurríki, Frakklandi, Slóvakíu, Sviss, Tékklandi og Þýskalandi þar sem heitið Bi-Oil® er notað og í Japan þar sem heitið Bioil® er notað.
Um fyrirtækið
Árið 1987 var Bio‑Oil frumkvöðull í því að nota olíu til þess að gera ör og húðslit minna áberandi. Á þessum tíma samanstóð vöruúrvalið á þessu sviði nánast eingöngu af kremum og smyrslum og höfðu kaupendur því efasemdir um vöruna í fyrstu. Í dag er varan okkar hins vegar leiðandi í meðhöndlun á örum og húðsliti á heimsvísu. Árið 2010 kom Bio‑Oil á laggirnar sérhæfðri rannsóknastofu til að kanna hvernig nota mætti olíu til meðhöndlunar á öðrum húðvandamálum. Árið 2018 kom á markað gel að stofni til úr olíugrunni fyrir þurra húð og árið 2020 kynntum við til sögunnar vöru til meðhöndlunar á örum og húðsliti sem er gerð úr 100% náttúrulegri olíu. Árið 2021 kom á markað smyrsl sem innihélt olíu í miklu magni. Bio‑Oil einbeitir sér alfarið að rannsóknum en felur leiðandi húðvörufyrirtækjum á heimsvísu að annast sölu og dreifingu á vörunum. Nálgast má upplýsingar um vörur frá Bio‑Oil hjá lyfsölum á hverjum stað.
Ör og húðslit
Olía býr yfir einstakri getu til að bæta eiginleika húðarinnar. Við vitum enn ekki allt um hvernig þetta ferli gengur fyrir sig því vitneskjan um kosti olíu hefur hingað til aðeins gengið mann fram af manni. Bio‑Oil® Skincare Oil var fyrsta olían sem gekkst undir klínískar prófanir og sýndi þannig fram á að hún gæti látið ör og húðslit líta betur út. Árangurinn af þessum prófunum varð til þess að læknar og lyfsalar um allan heim fóru að mæla með vörunni. Í dag er Bio‑Oil® Skincare Oil leiðandi í meðhöndlun á örum og húðsliti á heimsvísu og hefur hlotið yfir 400 viðurkenningar á sviði húðverndar. Upplýsingar um vöru
Þurr húð
Besta leiðin til að meðhöndla þurra húð er að búa til lag sem bindur raka í húðinni. Af þessum sökum innihalda hefðbundnar vörur gegn húðþurrki (krem, smyrsl og áburður) að meðaltali um 20% af olíu, vaxi eða feiti. Í Bio‑Oil® Dry Skin Gel er þetta hlutfall hins vegar 84%. Bio‑Oil® Dry Skin Gel kom á markað á heimsvísu árið 2018. Upplýsingar um vöru
Ör og húðslit (náttúruleg formúla)
Í ljósi þess að sífellt fleiri gera kröfu um að húðvörur séu gerðar úr náttúrulegum hráefnum hefur Bio‑Oil þróað vöru til meðhöndlunar á örum og húðsliti sem inniheldur eingöngu náttúrulegar olíur. Niðurstöður klínískra rannsókna sýna að varan hefur sömu virkni og upprunalega varan til meðhöndlunar á örum og húðsliti frá Bio‑Oil og er það í fyrsta sinn sem sýnt hefur verið fram á að náttúruleg afurð skili sömu niðurstöðum og vara sem er leiðandi í sínum flokki. Bio‑Oil® Skincare Oil (Natural) kom á markað á heimsvísu árið 2020. Upplýsingar um vöru
Rakagjöf fyrir líkamann
Rakagjafi fyrir líkamann ætti helst að ganga hratt inn í húðina og skilja ekki eftir sig neinar leifar af feiti þannig að hægt sé að klæða sig strax. Tæknilega séð er mjög erfitt að ná þessum áhrifum fram þar sem rakagjöf krefst þess að myndaður sé olíuhjúpur á húðinni sem hjálpar henni að halda inni raka. Bio‑Oil® Body Lotion hefur verið samsett með brautryðjandi Bio‑Oil tækni sem krefst þess að varan sé hrist fyrir notkun, en það gerir smyrslinu kleift að innihalda mikla olíu en vera um leið ofurlétt. Bio‑Oil® Body Lotion kom á markað á heimsvísu árið 2021. Upplýsingar um vöru